Hugsanir leiða til athafna og kalla fram athafnir

Thoughts-3Hvað er átt við með því að segja að hugsanir leiði til athafna? Það sem í því felst er að breytni mín í lífinu ræðst af því:
a) hvernig mér líður núna,
b) hvers ég minnist úr fortíðinni og
c) hvað ég ímynda mér um framtíðina.
 
Það er augljóst að sérhver athöfn sem ég læri og næ tökum á byggist bæði á fyrri reynslu og því að ég hafi skýra ímynd og áætlun um það sem ég verð að gera til þess að ná markmiði mínu.
Ef hugsanir mínar eru á reiki er líklegast að athafnir mínar verði einnig á reiki. Og hvað er átt við með því að segja að hugsanir kalli fram athafnir?
 
Það er ljóst að ef hugsanir mínar eru á reiki verður breytni mín einnig reikul og það hefur truflandi og ruglandi áhrif á fólk sem ég hef samskipti við. Afleiðingin verður sú að mín eigin breytni kallar fram samskonar breytni hjá öðrum. Ef ég finn til gremju og gremjan kemur fram í breytni minni þá er vísast að ég skapi gremju í kringum mig og dragi að mér gremjufulla breytni frá öðrum. Ef við trúum á ,,ógæfu" okkar þá birtist þessi trú í breytni okkar við aðra og breytni annarra gagnvart okkur - sem sagt við köllum ,,ógæfu" yfir okkur.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband